Audi með nýjan lúxusjeppa í Genf

Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. ...
Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. RS Q8 vöðvabúntið byggir á honum en samt nokkuð útlitsbreyttur.

Audi Sport ætlar að mæta til leiks á bílasýninguna í Genf í byrjun mars með nýjan lúxusjeppa sem ætlað er að keppa um hylli kaupenda við þýsku stallbræður sína BMW X6 M og  Mercedes-AMG GLE63 Coupe.

Er um að ræða hugmyndabílinn RS Q8 en lítið mun liggja fyrir um tæknilega þætti bílsins og gangverk fyrr en í Genf.  Byggir hann þó sumpart á hugmyndabíl sem Audi sýndi á sýningunni í Detroit. 

Sá var með tvinnaflrás bensínvélar og rafmótors en Audi Sport mun ætla fara öllu hefðbundnari leið með bensínvél eingöngu með beinni innspýtingu. Líklegast þykir að þar verði um að ræða sérlega útfærslu af 4,0 lítra V8-vél með tvöfaldri forþjöppu. Áætlað er að afl hennar verði 445 kílóvött og upptakið 750 Newtonmetrar. 

Til samanburðar er 4,4 lítra tvíforþjöppuð V8 vél BMW X6 M 423 kílóvatta og upptak hennar hið sama, 750 Nm. Og tvíforþjöppuð 5,5 lítra V8-vél Mercedes-AMG GLE63 Coupe skilar 430 kílóvöttum og 700 Nm.

Þó ekkert hafi verið gefið uppi um það þykja ummæli starfsmanna Audi benda til að jeppinn nýi verði undir fimm sekúndum úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraði um og yfir 300 km/klst. Til samanburðar er X6 M 4,2 sekúndur í hundraðið og topphraðinn 280 km/klst. GLE63 nær hundraðinu eftir 4,3 sekúndur og er hann með sama hámarkshraða og BMW-jeppinn eða 280 km/klst.

RS Q8 þróunarjeppinn er 5,02 metrar á lengd, 2,04 metrar á breidd og 1,70 m hár. Hann er byggður upp af sömu einingagrind og Q7-jeppinn.

Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. ...
Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. RS Q8 vöðvabúntið byggir á honum en samt nokkuð útlitsbreyttur.
Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. ...
Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. RS Q8 vöðvabúntið byggir á honum en samt nokkuð útlitsbreyttur.
Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. ...
Audi Q8 hugmyndabíllinn sem sýndur var í Detroit í janúarbyrjun. RS Q8 vöðvabúntið byggir á honum en samt nokkuð útlitsbreyttur.
mbl.is