Í slag um smíði atvinnubíla

Nissan NP300 Navara fór í tæpum 200.000 eintökum.
Nissan NP300 Navara fór í tæpum 200.000 eintökum.

Samsteypa Renault og Nissan annars vegar og PSA-samsteypa Peugeot og Citroën hins vegar hafa stigið ný skref í átt til frekari þátttöku í framleiðslu léttra atvinnubíla.

Báðir hóparnir hafa verið að fjárfesta verulega í stækkun bílsmiðja og bílþróun. Renault-Nissan hefur stofnað sérstaka deild um smíði léttra atvinnubíla þar sem þekking og reynsla beggja verður nýtt sem best og ávinningur af samvirkni hámarkaður.

Í kjölfar samruna

Um er að ræða smíði bíla undir merkjum Renault, Nissan og Mitsubishi, sem kom til liðs við samsteypu Renault og Nissan í fyrra þegar síðarnefndi bílsmiðurinn keypti ráðandi hlut í fyrirtækinu. Fyrirtækin þrjú seldu meira en 1,5 milljónir léttra atvinnubíla 2015; Nissan 815.490 bíla; Renault 443.931 og Mitsubishi 248.000.

Módelin sem seldust mest voru Renault Kangoo í 118.200 eintökum og Nissan NP300 Navara í 196.497 eintökum. „Renault er öflugur sendibílasmiður og Nissan í smíði pallbíla,“ segir Catherine Loubier, talsmaður Renault-Nissan, sem átt hafa í samstarfi um framleiðslu nokkurra bíla, þar á meðal Nissan NV300 atvinnubílinn sem smíðaður er á undirvagni Renault Trafic og Renault Alaskan, sem byggður er upp af grunni Nissan Navara pallbílsins.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: