Hvað fæ ég fyrir 2 milljónir?

Hafið þið heyrt það? Það er komið sjóðbullandi góðæri og bílar seljast með þeim hætti að ekki hefur annað eins sést síðan fyrir bankahrun.

Það er gott og blessað út af fyrir sig en engu að síður er stór hópur kaupenda sem vill helst fá ódýran og nettan bíl sem skilar manni vel og örugglega frá A til B.

Aðrir vilja einfaldlega ekki leggja of mikla fjárbindingu í farartækið og þannig mætti áfram telja. Í öllu falli er vert að gefa því gaum hvað fæst af nýjum bílum fyrir tvær milljónir eins og mál standa og því ákváðum við að skima yfir markaðinn og sjá hvað er í boði.

Þetta stuttlega yfirlit gefur lesendum vonandi svolitla yfirsýn yfir þá valkosti sem til staðar eru og gerir kleift að bera bílana saman sem kosta minna en tvær millur. Þó að þeir eigi verðflokkinn sameiginlegan er engu að síður eitt og annað sem greinir þá að innbyrðis. Við látum ykkur um að meta þetta.

Þess ber að geta að alla jafna er fáanlegur bíll frá Kia í þessum verðflokki, en í augnablikinu er hann einfaldlega uppseldur og nýr Kia Picanto verður kynntur í maí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: