Vann milljón í leik Notaðra bíla

Anna Björg með ávísunina góðu frá Brimborg.
Anna Björg með ávísunina góðu frá Brimborg.

Notaðir bílar Brimborg voru  með leik þar sem allir sem keyptu sér notaðan bíl í nóvember gátu unnið eina milljón!

Anna Björg datt í lukkupottinn þegar hún keypti sér Ford Fiesta hjá Notuðum bílum í nóvember og var dregin úr pottinum.

„Við boðuðum Önnu Björg með bílinn í smá yfirferð svo henni grunaði ekkert að hún hefði verið dregin út,“ segir í tilkynningu. Tekið var upp myndband þegar hún mætti í bækistöðvar Brimborgar og leynir undrun hennar sín ekki.

mbl.is