Mazda með nýtt flaggskip

Hið nýja flaggskip Mazda, Mazda6 Sedan.
Hið nýja flaggskip Mazda, Mazda6 Sedan.

Japanski bílsmiðurinn Mazda frumsýndi það sem hann kallar nýtt flaggskip sitt. Vettvangurinn var alþjóðlega bílasýningin í Los Angeles.

Um er að ræða bílinn Mazda6 Sedan og er ný kynslóð hans sögð hafa tekið miklum breytingum frá forveranum að frágangi og búnaði. Þar á meðal er vélin ný og einnig öryggisbúnaður bílsins.

Tveggja eða fjögurra strokka

Í boði er val um nokkrar vélastærðir en þar á meðal er bensínvélin SKYACTIV-G 2.5 sem er þannig úr garði gerð að hún tekur strokka úr umferð til að auka sparneytnina án þess það bitni á vélaraflinu. Eru skiptin milli tveggja og fjögurra strokka gangs sögð eiga sér stað snurðulaust.

Framendi Mazda6 Sedan hefur verið endurhannaður, þar á meðal grillið. Að útliti og innrými er hönnunin öll sögð kraftmeiri og fágaðri.

Í innréttingunni eru ýmis ný efni, til að mynda japanskur viður sem nær eingöngu hefur verið brúkaður til hljóðfærasmíði.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: