Slær í gegn

Tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander (PHEV) heillaði landann á nýliðnu ári en rúmlega 700  Íslendingar keyptu þá nýjan bíl af þessari gerð. 

Í tilkynningu frá Heklu segir að þessi vistvæni tengiltvinnbíll hafi slegið öll sölumet 2017. „Árangur Heklu í sölu Mitsubishi Outlander PHEV endurspeglar áherslur fyrirtækisins á sölu og þjónustu vistvænna bíla. Fjárfesting í tæknibúnaði, þekkingu og þjálfun starfsfólks Heklu hefur auðveldað íslenskum bílkaupendum að eignast vistvænan bíl. Þessi stefna hefur einnig leitt til minni umsvifa fyrirtækisins á bílaleigumarkaði en þrátt fyrir það jukust heildarskráningar á fólks- og sendibílum hjá Heklu verulega milli ára. Sendibílum fjölgaði um 24% og fólksbílum um 17%.“

Markaðshlutdeild Heklu í vistvænum bílum er nú 60%. Varð Mitsubishi Outlander PHEV mest seldi jepplingur á síðasta ári og næst mest seldi bíll ársins.

Þá leggur Volkswagen sitt af mörkum til að styðja umhverfisvænar samgöngur á Íslandi. „Með stuðningi Volkswagen býður Hekla nú frábær kjör á vistvænum bílum, sem dæmi er allt að 15% afsláttur á tengiltvinnbílnum Passat GTE,“ segir í tilkynningunni.

Árið hófst með krafti hjá Heklu um síðustu helgi með árlegri bílasýningu. Þúsundir manna fjölmenntu á Laugaveginn. Til sýnis var allt það nýjasta frá Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen en aðalnúmer dagsins voru Skoda Karoq, Octavia RS245 og Octavia Scout ásamt Volkswagen T-Roc og Polo.

mbl.is