Tveir frumsýndir hjá Lexus

Fjórhjóladrifni sportjeppinn Lexus NX300h
Fjórhjóladrifni sportjeppinn Lexus NX300h

Á morgun, laugardaginn 13. janúar, klukkan 12 til 16  verður boðið til bílasýningar hjá Lexus í Kauptúni.

„Árið byrjar vel hjá Lexus því tveir nýir bílar verða frumsýndir. Þetta eru NX300h, fjórhjóladrifinn sportjeppi sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir djarfa hönnun og CT 200h lipur og eyðslugrannur bogarbíll,“ segir í tilkynningu.

Á sýningunni gefur einnig að líta aðra bíla úr Lexuslínunni, sportjeppann RX og fólksbílinn IS. „Þetta er því tilvalið tækifæri til að sjá og reynsluaka því nýjasta sem Lexus hefur að bjóða,“ segir þar einnig.

Fjórhjóladrifni sportjeppinn Lexus NX300h
Fjórhjóladrifni sportjeppinn Lexus NX300h
Fjórhjóladrifni sportjeppinn Lexus NX300h
Fjórhjóladrifni sportjeppinn Lexus NX300h
mbl.is