Sópuðu að sér 4x4 verðlaunum

Nýr Jeep Cherokee var frumsýndur á bílasýningunni sem nú stendur …
Nýr Jeep Cherokee var frumsýndur á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkjunum. AFP

Velþekkt breskt tímarit sem helgað er bílum með drifi á öllum fjórum hjólum, 4x4 Magazine, kunngerði í síðustu viku niðurstöður hinna árlegu 4x4-verðlauna fyrir árið 2018.

Alls voru veitt verðlaun í 9 flokkum og féllu fjögur þeirra í skaut bílum frá FCA-samsteypunni, Fiat Chrysler Automobiles.

Fyrst ber að nefna að Jeep var valinn 4x4 framleiðandi ársins. Þá hlaut Jeep Wrangler utanvegarverðlaun ársins og Jeep Renegade var valinn bestur í flokki minni jeppa.

Loks varð svo Fiat Panda Cross hlutskörpust í flokki jepplinga, eða svonefndar „Crossover” bíla.

Hópur sérfræðinga 4x4 Magazine vega og meta og reynsluaka öllum fjórhjóladrifnum bílum frá helstu bílaframleiðendum.  Bílarnir eru metnir út frá aksturseiginleikum á vegum og einnig eru þeir prófaðir við erfið aksturrskilyrði utanvega.

Nýr Jeep Cherokee var frumsýndur á bílasýningunni sem nú stendur …
Nýr Jeep Cherokee var frumsýndur á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkjunum. AFP
Jeep Wrangler Rubicon á sýningunni sem nú stendur yfir í …
Jeep Wrangler Rubicon á sýningunni sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkjunum. AFP
NýrJeep Wrangler Sahara á bílasýningunni sem nú stendur yfir í …
NýrJeep Wrangler Sahara á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkjunum. AFP
Jeppar frá Jeep á bílasýningunni sem nú stendur yfir í …
Jeppar frá Jeep á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Detroit í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is