500 fornbílar á einum bletti

Mögnuð fornbílasýning hófst í París í morgun og stendur fram á sunnudagskvöld. Þar getur að líta gríðarlegt úrval fornra og fágætra bíla.

Á sýningunni er meðal annars efnt til uppboðs á forngripum og má sjá nokkra hinna fölu í sérstakri myndskreyttri frétt hér að neðan.

Með þessari frétt getur einnig að líta sýnishorn bíla sem sjá má á sýningunni í París sem gengur undir nafninu Retromobile. Alls er að finna 500 forna bíla á sýningunni en hjálagðar myndir eru 41 talsins.

mbl.is