Kalt úti – Heitt inni hjá Lexus

Lexus NX sportjeppinn verður meðal sýningargripa.
Lexus NX sportjeppinn verður meðal sýningargripa.

Þó úti sé kalt, verður hlýtt og notalegt hjá Lexus í Kauptúni á morgun, laugardaginn 10. febrúar.

Þá verður haldin vetrarsýning Lexus þar sem sjá má Lexus-línuna eins og hún leggur sig;  fólksbíla, sportbíla og sportjeppana NX og RX.

Opið er hjá Lexus frá klukkan 12 til 16 og boðið verður upp á ljúfar veitingar.

mbl.is