Kia vann til þriggja iF verðlauna

Kia Stinger
Kia Stinger

Kia fékk þrenn verðlaun fyrir bíla sína á hinum alþjóðlegu iF hönnunarverðlaunum 2018.

Kia Stinger, Stonic og Picanto sigruðu allir í sínum flokkum á iF hönnunarverðlaununum sem þykja ein þau eftirsóttustu í hönnunarheiminum. Kia hefur þar með unnið til 15 iF hönnunarverðlauna fyrir bíla sína undanfarin ár. Þrír Kia bílar unnu einnig til verðlauna á síðasta ári.

Í ár fékk Kia Stinger iF verðlaunin í flokki sportlegra stallbaka og er í umfjöllun dómnefndar er Stinger sagður klassískur Gran Tourismo með mikið og flott innanrými. Kia Stonic vann til verðlauna í crossover flokknum og er lýst í umsögn dómnefndar með nútímalegt og ögrandi útlit sem tekið er eftir. Þriðja kynslóð Kia Picanto fékk verðlaun í smábílaflokki og í umsögn dómnefndar er nýr Picanto sagður koma með unglegt og ferskt yfirbragð í smábílaflokkinn.

mbl.is