Öruggustu bílarnir hjá Euro NCAP 2017

Volkswagen Polo er öruggasti bíllinn í smábílaflokki samkvæmt niðurstöðum Euro …
Volkswagen Polo er öruggasti bíllinn í smábílaflokki samkvæmt niðurstöðum Euro NCAP.

Nýliðið ár var með þeim annameiri hvað frumsýningar nýrra bíla varðar. Sem hafði og í för með sér aukin umsvif og álag á öryggisstofnunina Euro NCAP.

Í raun hefur Euro NCAP aldrei vegið og metið fleiri bíla á einu ári, eða tæplega 70 bíla 2017. Flest þessara bílmódela voru ný á markaði og þótti eftirtektarvert hversu hátt hlutfall þeirra hlaut fullt hús, eða fimm stjörnur.

Það gerist á sama tíma og Euro NCAP hefur hert kröfur sínar til öryggisbúnaðar bíla. Það hefur skilað sér í auknu öryggi nýrra bíla hvað árekstur og slys varðar, bæði fyrir þá sem ferðast í bílunum og gangandi vegfarendur.

Einstakt afrek hjá Volkswagen

Öryggisstofnunin hefur nú birt hvaða bílar fengu hæsta öryggiseinkunn í hverjum bílaflokki. Við það tækifæri hrósaði forstjórinn Michiel van Ratingen Volkswagen sérstaklega. Sagði hann það einstakt afrek að eiga bíl í efsta sæti í þremur flokkum. Það endurspeglaði þá helgun VW að bjóða neytendum upp á mesta öryggi sem völ væri á. „Subaru og Opel bjóða einnig upp á afburða öryggi og Volvo undirstrikar einu sinni enn öryggisorðspor sitt,“ sagði hann.

Öruggustu bílarnir í einstökum flokkum voru:

Forstjórabílar Volkswagen Arteon

Stórir jeppar Volvo XC60

Litlir jeppar Volkswagen T-Roc

Litlir fjölnotabílar Opel og Vauxhall Crossland X

Litlir fjölskyldubílar Subaru XV og Subaru Impreza

Smábílar –Volkswagen Polo.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: