Ríkir og rosknir vilja rafbíla

Hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Kringlunni.
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Kringlunni.

42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa.

Fjöldi þeirra sem kjósa helst að eignast rafmagnsbíl hefur ríflega tvöfaldast frá árinu 2015, þegar 20% þeirra sem íhuguðu að kaupa nýjan bíl sögðust helst vilja að hann væri aðallega knúinn rafmagni.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri bílakaupakönnun MMR.

Nokkur munur er á svörum eftir búsetu. Áhugi fyrir rafknúnum bílum mældist 46% meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins en á landsbyggðinni var hann 34%. Þá reyndust þeir sem eldri eru, með hærri tekjur og lengri skólagöngu að baki hafa meiri áhuga fyrir rafbílum en yngra, tekjulægra fólk með minni menntun.

Breytileikinn reyndist hins vegar einna mestur þegar litið var til stjórnmálaskoðana fólks. 15% stuðningsmanna Flokks fólksins sögðust helst kjósa rafknúinn bíl, en yfir 60% þeirra sem sögðust styðja Pírata, Samfylkingu eða VG sögðust helst kjósa rafmagn sem aðalorkugjafa fyrir nýjan bíl. Þarna var hlutfall stuðningsmanna Pírata hæst, 66%.

Könnunin var gerð dagana 9.-17. janúar og svöruðu 1.594 henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: