Opnunartilboðum lýkur um helgina

Opnunartilboðin hjá Bílabúð Benna renna út á morgun, laugardag.
Opnunartilboðin hjá Bílabúð Benna renna út á morgun, laugardag.

Í framhaldi af opnun Bílabúðar Benna á nýjum sýningarsal fyrir Opel og SsangYong  Krókhálsi um miðjan síðasta mánuð hefur sérstökum opnunartilboðum verið tekið það vel, að stöku bílmódel hafa selst upp hjá umboðinu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna. Þar segir meðal annars, að umrædd opnunartilboð renni út um helgina. Í því sambandi verður nýi salurinn að Krókhálsi opinn á morgun frá 12 til 16. 

Búið er að gera sérstakar ráðstafanir til að bæta úr því að sum módel hafa selst upp.

mbl.is