Hætta eykst í hlutfalli við takthraða

Það er ekki sama hvernig tónlist glymur í hljómtækjum bílsins.
Það er ekki sama hvernig tónlist glymur í hljómtækjum bílsins.

Rannsókn sem gerð var af fyrirtæki sem stundar viðskipti með einkanúmer hefur leitt í ljós, að tónlist í akstri geti dregið úr akstursöryggi.

Þannig voru 45% tónlistar á vinsældalistum talin geta dregið úr öryggi ökumanns og þar með farþega. Vitneskjan um vár tónlistarinnar hefur sitt að segja því 89% ökumanna hlusta að staðaldri á tónlist í bílnum.

Kom í ljós, að þeir sem hlusta á hraða tónlist, sér í lagi ef hraðinn fer yfir 120 yfir slög á mínútu, eiga á hættu að lenda miklu oftar í óhöppum en þeir sem spila hægari lög. Reyndist aðeins 55% laganna á vinsældalistunum undir gildinu hættulega, 120 slögum (BPM) á mínútu.

Varasamasta tónlistin þótti vera lagið Hurtin' Me með Stefflon Don, en hraði þess er 204 BPM takti. Öruggasta lagið að hlusta á var að mati rannsakenda Dirty Sexy Money með David Guetta og Afrojack, en hraði þess var aðeins 80 BPM.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: