Hyundai með íslenska vefsíðu fyrir HM

Heimasíða Hyundai um HM í fótbolta í sumar.
Heimasíða Hyundai um HM í fótbolta í sumar.

Bílaframleiðandinn Hyundai Motor hefur sett upp vefsíðu á íslensku fyrir fótboltaaðdáendur hér á landi sem vilja ólmir vinna ferð á HM í Rússlandi.

Á síðunni efnir Hyundai, samstarfsaðili FIFA í tvo áratugi, til samkeppni meðal landsmanna þar sem þátttakendur eiga þess kost að vinna ferð á úrslitaleikinn í HM sem fram fer 15. júlí.

Meðal annars hafa Hyundai og FIFA klippt saman myndband sem inniheldur HÚA-klappið
fræga meðal áhorfenda sem fylgdu íslenska landsliðinu á landsleikjum árið 2016 og er
síðasta klippan frá Arnarhóli þegar heimkomu kappanna var fagnað að lokinni keppni.

Í tilkynningu segir að samkeppnin Hyundai World Football Heritage fari fram í fjölmörgum löndum víða um heim í samstarfi Hyundai og FIFA World Football Museum. Allt í allt munu 32 vinna flugferð til Rússlands, hótelgistingu og miða á lokaleikinn ásamt því sem þátttakendum verður boðið í heimsókn til aðalstöðva Hyundai í Moskvu, prófa nýja bíla og taka þátt í samkeppni um besta slagorðið sem endurspeglar þá upplifun sem felst í því að vera viðstaddur HM.

Samkeppnin felst í því að senda myndir á vefsíðuna þar sem útskýrt er hvernig maður tekur
þátt. Fyrir heimsmeistarakeppnina 2018 hefur Hyundai stofnað nýtt verkefni á vefnum þar
sem þátttakendur geta tengst og miðlað á milli sín skemmtilegum upplifunum meðan á
keppninni stendur. Einnig er hægt að taka þátt með því að senda myndir og myndskeið á
hashtaggið #myfootballheritage, en leiknum lýkur þann 13. maí. Í kjölfarið verða nöfn
heppinna þátttakenda dregin og tilkynnt um úrslit.

Myndband sem Hyundai lét klippa saman þar sem íslenska Húið er í aðalhlutverki meðal
áhorfenda á nokkrum landsleikjum íslenska liðsins 2016. Síðasta klippan frá því þegar
heimkomu landsliðsins var fagnað á Arnahóli að lokinni keppni:

mbl.is