Heimsins dýrasta bílnúmer

Bílnúmerið dýra lætur lítið yfir sér.
Bílnúmerið dýra lætur lítið yfir sér.

Breskur bílhönnuður að nafni Afzal Kahn hefur boðið skrásetningarnúmer bílsins síns til sölu. Eru númeraplötur þær hinar dýrustu í heimi.

Kahn er konungur bílbreytinganna í Bretlandi en árið 2008, eða í upphafi alþjóðlegu fjármálakreppunnar, keypti hann bílnúmerið F1 af sýslustjórninni í Essex fyrir 375.000 sterlingspund.

Er það hin dægilegasta upphæð fyrir bílnúmer, en í íslenskum krónum jafnast upphæðin á við 53 milljónir, á núverandi gengi. Takist Kahn að selja númerið á uppsettu verði eða þar í kring mætti segja að hann hafi heldur betur ávaxtað pund sitt. Er númerið nefnilega auglýst falt fyrir 12.250.270,83 pund en við það bættust svo söluskattur og virðisaukaskattur sem þýddi að borga þyrfti fyrir það um 15 milljónir punda, eða kringum 21 milljarð króna, fyrir það.

„Ódýrari bílnúmer“

Kahn er greinilega húmoristi því hann auglýsir númerið á sölusíðu fyrir bílnúmer er nefnist Plate4Less eða „ódýrari bílnúmer“. Númeraplöturnar hafa prýtt lúxusbíl hans af gerðinni Bugatti Veyron sem kostar ekki nema brot af uppsettu númersverði, eða 1,5 milljónir punda, 210 milljónir króna.

Koma verður í ljós hvort slegist verði um númerið á þessu háa verði. Má geta þess, að fyrir fjórum árum afþakkaði hann tilboð í þau upp á sex milljónir punda, um 850 milljónir króna.

F1-númerið er talið langdýrasta bílnúmerið sem nú er falt. Númerið „999 EGG“ mun til sölu á 5.000 pund og forstjóranúmerið „1 CEO“ er til sölu á 540.000 pund.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: