Land Cruiser verður atvinnubíll

Óhætt er að segja að Toyota-jeppinn Land Cruiser hafi komið að góðum notkun vegna stórra framkvæmda sem smárra. Þá fyrst og fremst sem samgöngutæki en nú hefur Toyota ákveðið að bjóða upp á jeppann sem léttan atvinnubíl frá og með sumrinu.

Sem slíkur verður Land Cruiser Utility, eins og hann nefnist, boðin sem atvinnubíll í báðum lengdarstærðum. Vélin verður sú sama og í hefðbundnum Land Cruiser, eða 2,8 lítra dísilvél.

Atvinnubíllinn verður með drif á öllum fjórum hjólum. Gírkassinn verður handvirkur og sex hraða. Dráttarkraftur hans verður þrjú tonn.

Í stað sætisraða aftan við bílstjórasætið verður flatt og stamt vörugólf. Vírnet úr stáli aðskilur vöruhólfið og fremstu sætaröðina að. Vörurýmið verður 1.574 lítrar í styttri bílnum og 2.216 lítrar í lengri útgáfunni. Sá fyrrnefndi má flytja allt að 593 kílóa farm og hinn lengri 756 kíló.

Sami þægindabúnaður verður í atvinnubílnum og í hefðbundnum Land Cruiser.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: