Hærri sektir virðast litlu breyta

Akstur krefst óskertrar athygli ökumanns.
Akstur krefst óskertrar athygli ökumanns. mbl.is/​Hari

Lögreglan hefur ekki orðið vör við mikla breytingu á hegðun ökumanna í umferðinni eftir að sektir vegna umferðarlagabrota hækkuðu umtalsvert um nýliðin mánaðamót.

Umferðarlagabrot kosta skildinginn eftir hækkunina 1. maí. Lægsta sekt er 20.000 krónur og er hún fyrir að nota ekki öryggisbelti, vera á nagladekkjum án heimildar (fyrir hvern hjólbarða), tendra ekki ökuljós í dagsbirtu, brjóta sérreglur fyrir reiðhjól eða létt bifhjól og fyrir að hjóla gegn rauðu umferðarljósi. Notkun farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur kostar 40.000 kr., of hraður akstur getur kostað hálfan handlegginn og hæsta sekt vegna ölvunar við akstur er 320.000 kr.

Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist halda að ökumenn haldi frekar að sér höndum. Þessa dagana fylgist lögreglan sérstaklega með farsímanotkun við akstur án handfrjáls búnaðar og í fyrradag höfðu 25 ökumenn verið sektaðir í mánuðinum vegna þessara brota. Eftir helgi megi búast við að byrjað verði að sekta fyrir að aka á negldum hjólbörðum.

Höskuldur Erlingsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að ökumenn, sem lögreglan hafi haft afskipti af, segist vera meðvitaðir um hærri sektir en hafi engar skýringar á brotunum, sem virðist ekki hafa fækkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: