Þjónustudagur Toyota á morgun

Það er árviss vorboði þegar starfsfólk Toyota týnir til þvottagræjurnar og undirbýr þjónustudaginn en hann verður haldinn á morgun, laugardaginn 12. maí frá Kl 11 -15.

„Toyotaeigendur eru boðnir velkomnir til söluaðila Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi. Viðurkenndir þjónustuaðilar Toyota láta ekki sitt eftir liggja og geta Toyotaeigendur þvi einnig komið á Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur á Bæjarflöt, Bílageirann í Reykjanesbæ, Bifreiðaverkstæði KS á Sauðárkróki og í Nethamar í Vestmannaeyjum. Bílarnir verða þvegnir, boðið upp á grill og gos og gestir leystir út með sumarglaðningi,“ að því er segir í tilkynningu..

mbl.is