56% bílanna frá Heklu vistvænir

Hekla er leiðandi í sölu vistvænna bíla fyrstu fjóra mánuði ársins 2018, rétt eins og síðustu misseri, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Það er sama hvort litið er á rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla eða metanbíla, alls staðar eru bílar frá Heklu þeir mest seldu,“ segir þar ennfremur.

Söluhæstu rafbílarnir fyrstu fjóru mánuði ársins voru frá Volkswagen eða rétt tæplega 50% allra nýskráðra rafmagnsbíla.

Í tilviki tengiltvinnbíla voru 42% þeirra eru frá Mitsubishi en þar rís Outlander upp úr. Hvað metanbíla varðar þá er markaðshlutdeild Heklu 100%, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Skoda er með 54% allra seldra metanbíla en Volkswagen og Audi fylgja þar á eftir.

Af seldum bílum Heklu það sem af er ári teljast 56% þeirra vistvænir.

mbl.is