Taycan heitir sportbíll Porsche

Porsche Mission E sportbíllinn heitir héðan í frá Taycan.
Porsche Mission E sportbíllinn heitir héðan í frá Taycan.

Fyrsti rafknúni sportbíllinn frá Porsche, sem gengið hefur undir vinnuheitinu Mission E á þróunarferlinu, hefur nú fengið nafnið Taycan.

Taycan merkir „ungur orkumikill hestur“, að því er segir í tilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi.

Þar kemur fram að Taycan búi yfir 500 km drægi, sé aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og það taki hann aðeins 4 mínútur að hlaða geyma sína upp í 100 km drægi.   

Stofnaður hefur verið hópur á Facebook undir nafninu „Porsche Taycan á Íslandi“ og  munu þar birtast nýjustu fréttir og efni um bíl þennan.

mbl.is