Forstjóri Audi handtekinn

Rupert Stadler, forstjóri Audi, er nú á bakvið lás og …
Rupert Stadler, forstjóri Audi, er nú á bakvið lás og slá. AFP

Rupert Stadler, stjórnarformaður þýska bílsmiðsins Audi, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á nýju útblásturshneyksli í Þýskalandi.

Talsmaður Volkswagen, móðurfélags Audi, staðfesti handtökuna í morgun. Var hann tekinn fastur fyrr í morgun.

Af hálfu Audi hafa hins vegar engin viðbrögð verið höfð í frammi.  

Saksóknarar í München sagði að með handtökunni hafi embættið viljað koma í veg fyrir þann möguleika að Stadler eyðilegði gögn er gætu reynst mikilvæg við rannsóknina.

Hlutabréf í Volkswagen lækkuðu strax um 1,5%  í kauphöllinni í Frankfurt er hún opnaði.

mbl.is