Hlaðanlegir yfir 50%

Norsk yfirvöld hafa boðað hækkun skatts á hlaðanlega rafbíla með undir 50 km rafdrægi frá og með 1. júlí. Það varð til þess að sala á þessum bílum jókst stórum í vor og var hlutfall þeirra í nýskráningum í  júnímánuði yfir 50%.

Var júnímánuður jafnframt sá þriðji söluhæsti á norskum bílamarkaði frá upphafi. Seldust þá alls 15.845 bílar, en aðeins hafa fleiri bílar verið nýskráðir í júní 1977 og 1986. Er sala hleðslubíla 26,2% meiri frá áramótum en á sama tímabili í fyrra.

Nissan Leaf hefur dregið vagninn í rafbílasölu í Noregi með 1.152 seldum eintökum í júní, en það er 276 bílum fleira en nýskráðir voru af öllum módelum VW Golf.  Hefur Nissan afhent tæplega 6.000 Leaf bíla frá áramótum. Til viðbótar við þá bætast 1.544 notaðir innfluttir Leaf á tímabilinu.   

Innflutningur notaðra bíla jókst um 5% í Noregi fyrsta hálfa árið. Breytingin frá í fyrra er að 55,8% þeirra voru rafbílar miðað við 31,6% í fyrra.

Dísilbílar á undanhaldi

Júní var sérlega erfiður mánuður þeim sem trúa því að dísilvélar séu vistvænir. Var hlutur þeirra í nýskráningum aðeinw 14,6%. Vinsælasti dísilbíllinn var Skoda Octavia, VW Tiguan og Skoda Kodiaq.

Meðallosun einkabíla sem nýskráðir voru í Noregi á fyrri helmingi ársins nam í 75 grömmum gastegundarinnar CO2.  gróðurhúsalofts á kílómetra. Er það hvergi lægra í heiminum. Og hefur losunin minnkað um 11 grömm/km frá sama tímabili í fyrra.

mbl.is