Metfé fyrir Aston Martin

Aston Martin DB4 GT Zagato 2 VEV bíllinn dýri.
Aston Martin DB4 GT Zagato 2 VEV bíllinn dýri.

Bíll af gerðinni Aston Martin DB4 GT Zagato 2 VEV sló öll met er hann var seldur á Bonham's-uppboði í Goodwood á Englandi. Dýrar hefur enginn breskur bíll verið seldur í Evrópu. 

Bíllinn var sleginn á 10.081.500 sterlingspund, eða sem svarar til ríflega 1,4 milljarðs íslenskra króna.

<br/>

„2 VEV“ bílnum ók hinn goðsagnakenndi kappakstursmaður Jim Clark í keppni, meðal annars til sigurs í sólarhringskappakstrinum í Le Mans árið 1961 og í svonefndri RAC Tourist keppni. Átti hann meðal annars árin 1961 og 1962 við keppinauta á borð  við Ferrari 250 Gt og 250 GTO Berlinetta.

Undanfarin 37 ár var bíll þessi í eigu klúbbsinsEssex Racing Stable og verðmæti hans er rakið til þess, að einungis tveir „VEV“ voru sérsmíðaðir í ofurléttri DP209 útgáfu.

Jim Clark varð á sínum tíma tvisvar heimsmeistari ökumanna í formúlu-1.DB4 GT Zagato bíllinn var endurbyggður á miðjum tíunda áratugnum og er keppnisfær.

mbl.is