Metár hjá Ferrari

Ferrari 812 Superfast er með V12-vél undir húddinu.
Ferrari 812 Superfast er með V12-vél undir húddinu.

Segja má að Ferrari kveðji nýlátinn forstjóra sinn með sóma því tilkynnt hefur verið að sala sportbílanna ítölsku hafi aldrei verið jafn mikil og síðustu mánuðina sem hann stýrði því.

Ferrari setti met á öðrum ársfjórðungi, frá aprílbyrjun til júníloka, seldi hvorki fleiri né færri en 2.463 bíla sem er 131 eintaki fleira en á sama tímabili í fyrra.

Fyrst og  fremst er um að ræða aukningu í sölu módelsins 812 Superfast með V12-vél. Meðan V8-bílarnir bættu við sig einum eða tveimur í sölu jókst sala Ferrarifáka með V12-vél um 23%.

Rekstrarhagnaður Ferrari á öðrum ársfjórðungi nam 20% sem þykir ótrúlega há tala.

mbl.is