Hyundai Tucson besti langferðabíllinn

Hyundai Tucson þykir góður til langferða.
Hyundai Tucson þykir góður til langferða.

Samkvæmt tímaritinu Auto Trader er Hyundai Tucson besti bíllinn til langferða. Í nýlegum ritdómi um bílinn segir að þegar framundan sé langferðalag í bíl sé mikilvægt að bíllinn bjóði mikil þægindi sem framkalli afslöppun fyrir ökumann og farþega þannig að öllum líði vel meðan á akstrinum stendur.

Í ár er það Hyundai Tucson sem býður ein mestu þægindin á löngu ferðalagi og er hann því handhafi verðlaunanna „Best Car for Long Distances award 2018“, sem tímaritið úthlutar.

„Eins og flest verðlaun okkar byggist niðurstaðan á viðbrögðum bíleigenda við spurningum okkar í viðhorfskönnun sem yfir 40 þúsund manns tóku þátt í að þessu sinni. Könnunin tók til sextán meginþátta sem hver um sig innihélt fjölda spurninga. Svörin byggjast á reynslu þátttakenda af bílnum sem er í daglegri notkun árið um kring. Niðurstaðan í hverjum flokki byggist því á traustum grunni,“ segir í umfjölluninni á Auto Trader.

Langferðabílstjórar ánægðastir

Í tilkynningu um verðlaunaveitinguna segir að Tucson hafi skoraði sérlega hátt meðal þáttakenda sem höfðu ekið bílnum sínum mest. „Í svörum þeirra er sérstaklega tekið til áreiðanleika og endingar Tucson sem skoraði hæst allra bíltergunda í þessum spurningum. Tucson skoraði líka hæst meðal svarenda sem aka daglega um langan veg á hraðbrautum og þeir tiltóku sérstaklega lágan viðhaldskostnað, bæði er varðar kostnað við þjónustuskoðanir og verð á varahlutum. Meðal þessa hóps býður Tucson næst mestu þægindin samkvæmt svörum þátttakenda. Sé tekið mið af svörum allra þátttakenda býður hann þó mestu þægindin.“

mbl.is