Fá ekki bíla með dísilvél

VW mun bjóða upp á fábrotnara framboð af bílum í …
VW mun bjóða upp á fábrotnara framboð af bílum í Ástralíu. Margir dísilbílar munu hverfa af markaði.

Volkswagen hefur ákveðið að bjóða ekki upp á fólksbíla með dísilvél í  Ástralíu frá og með október næstkomandi. Fyrirtækið segir þetta í engu tengjast útblásturshneykslinu svonefnda.

Sem stendur eru einu dísilvélarnar sem VW selur í Ástralíu 110 TDI í  Golf og Tiguan, 135 TDI í Golf Alltrack og 140 TDI í Tiguan og Passat Alltrack.

Forstjóri VW í Ástralíu segir að með breytingunni sé verið að einfalda bílaframboð fyrirtækisins en tilkoma WLTP mengunarstaðlanna hafi flýtt fyrir ákvörðuninni.

Þessu til viðbótar stendur áströlskum neytendum ekki lengur til boða 110 TSI bensínvélin í Golf og Tiguan.

Að atvinnubílum frátöldum eru Tiguan Allspace og nýi Touareg-jeppinn einu dísilbílarnir frá Volkswagen sem andfætlingar okkar eiga kost á að kaupa.

mbl.is