Örbílar þessir engin leikföng

Óhætt er að segja að svipur sé yfir örbílnum Kenguru Transporter, sem er tiltölulega nýleg viðbót í veröld smábíla.

Þessi bíll hefur það sér til ágætis að hann getur flutt fatlað fólk milli staða án þess að það þurfi að stíga upp úr hjólastólnum.  

Kenguru er sérstaklega hannaður með þarfir fatlaðra og hindranir sem þeir þurfa glíma við á ferðalögum. Ólíkt flestum bílum eru engar hurðir á hliðum bílsins, aðeins afturdyr en það auðveldar einstaklingi í hjólastól að fara inn í bílinn.

Framleiðendur bílsins segja að hann sé sá fyrsti í veröldinni sem stjórnað er úr hjólastól.

Athafnarými ökumanns er tiltölulega fábrotið og einfalt að allri gerð og frágangi. Hjólastóll og ökumaður eru kyrfilega njörvuð niður með bílbeltum.

Tómur vegur Kenguru aðeins 350 kíló, þökk sé því að yfirbyggingin er smíðuð úr trefjagleri. Að meðtöldum rafhlöðum hækkar bílþunginn í 550 kíló.

Örbíll þessi er 2,125 metra langur, 1,62 metra breiður og 1,525 hár. Til samanburðar er Smartfortwo 3,75 sentímetrum lengri en 15 millimetrum  mjórri.  

Kenguru er rafbíll, knúinn af tveimur tveggja Kw rafmótorum á afturöxli. Afköst þeirra bjóða upp á 45 km/klst hámarkshraða og milli 70 og 110 km drægi. Brattari brekku en 20% ræður hann ekki við.  

Sérbílar sem þessi eru ekki ókeypis. Verð hans er á bilinu 12.500 til 25.000 dollarar, allt eftir útfærslu og afköstum aflrásarinnar. Í flestum löndum niðurgreiðir ríkið farartæki fatlaðra og því myndi eintakið eflaust fást fyrir minna fé.

Nú, svo munu Kínverjar hafa smíðað nákvæma eftirlíkingu af Kenguru Transporter sem þeir hafa selt fyrir sem svarar um 7.500 dollurum.

mbl.is