Kaflaskipti í sögu Corolla

Óhætt er að segja að hönnun nýju Corollunnar er kraftmikil.
Óhætt er að segja að hönnun nýju Corollunnar er kraftmikil.

Næsta kynslóð Auris sem kynnt verður á fyrri hluta næsta árs mun bera Corolla nafnið sem hér eftir verður notað í stað Auris.

Þetta er til komið vegna nýrrar nálgunar Toyota á nafngiftir bifreiða á heimsvísu þar sem meðal annars var ákveðið að nota hið sögufræga nafn Corolla í Evrópu fyrir allar bílútgáfur Toyota í C- stærðarflokki og leggja Auris nafnið til hliðar.
 
Corolla verður eins og áður fáanleg sem stallbakur en við bætast hlaðbakur og langbakur. Allar útfærslur verða fáanlegar með tvinnaflrás.

„Corolla er mest seldi bíll í heimi og á sem slíkur stóran stað í vitund neytenda.  Núverandi eigendur Auris munu áfram njóta sama stuðnings frá Toyota hvort sem um varahluti eða þjónustu er að ræða. Mögulegir framtíðareigendur geta nú valið úr þremur mismunandi gerðum af Corolla, bíl sem þegar færir milljónum um heim allan ómælda ánægju,“ að því er segir í tilkynningu.

Corolla hefur selst í meira en 45 milljón eintökum frá 1966 og er mest seldi bíll í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina