Blessaður bíllinn - ljósmyndakeppni í september

Dramatísk ljósmynd Norvells Jósefs Salinas hlaut flest atkvæði í Facebook-kosningunni ...
Dramatísk ljósmynd Norvells Jósefs Salinas hlaut flest atkvæði í Facebook-kosningunni í september.

Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins, Toyota og  Meguiar's heldur áfram og er núna komið að keppni septembermánaðar.

Fyrirkomulagið er það sama og í ágúst, og höfundar þriggja vinsælustu ljósmynda mánaðarins fá veglega gjöf frá Meguiar's og Málningarvörum.

Tíu bestu myndir hvers mánaðar verða síðan lagðar fyrir dómnefnd sem velur aðalsigurvegarann í desember. Toyota á Íslandi gef­ur aðal­verðlaunin: ferð fyr­ir tvo á bíla­sýn­ing­una í Genf í mars.

Efnistök eru frjáls en keppninni er ætlað að fagna bílaástríðu Íslendinga.

Reglur keppninnar eru sem hér segir:

 • Fyrst verður hald­in for­keppni í fjór­um um­ferðum: í ág­úst, sept­em­ber, októ­ber og nóv­em­ber
 • Kosn­ing fer fram á Face­book-síðu Bíla­blaðs Morg­un­blaðsins: Face­book.com/​bila­frett­ir og höf­und­ar þeirra þriggja mynda sem fá flest „like“ í hverj­um mánuði fá verðlaun frá Meguiar's
 • Þær tíu mynd­ir sem fá flest „like“ í hverj­um mánuði fara í hóp úr­vals­mynda sem lagðar verða fyr­ir sér­staka dóm­nefnd sem vel­ur bestu ljós­mynd­ina í des­em­ber
 • Höf­und­ur bestu ljós­mynd­ar­inn­ar fær í verðlaun ferð fyr­ir tvo á alþjóðlegu bíla­sýn­ing­una í Genf í mars næst­kom­andi

Leiðbein­ing­ar fyr­ir ljós­mynd­ara:

 • Ljós­mynd­ir skal senda í tölvu­pósti á bill@mbl.is
 • Frest­ur til að skila inn mynd­um í keppni ág­úst­mánaðar er til kl. 23.59 þriðjudaginn 11. september og hefst kosning að morgni miðvikudagsins 12. september.
 • Mynd­ina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal mynd­in vera í há­marks­upp­lausn.
 • Fullt nafn rétt­hafa mynd­ar­inn­ar og síma­núm­er skal fylgja með auk lýs­ing­ar á mynd­efn­inu
 • Hver þátt­tak­andi get­ur aðeins sent inn eina mynd í hverj­um mánuði

Nán­ari skil­mál­ar:

 • Bíla­blað Morg­un­blaðsins áskil­ur sér rétt til end­ur­birta, án end­ur­gjalds, þær mynd­ir sem ber­ast í keppn­ina
 • Starfs­mönn­um Árvak­urs og fjöl­skyld­um þeirra er ekki heim­ilt að taka þátt í keppn­inni
 • Blaðið áskil­ur sér rétt til að hafna öll­um inn­send­um mynd­um
Toyota á Íslandi gefur aðalverðlaun keppninnar; ferð á bílasýninguna í ...
Toyota á Íslandi gefur aðalverðlaun keppninnar; ferð á bílasýninguna í Genf. Eggert Jóhannesson
Veglegir pakkar frá Meguiar's eru í verðlaun fyrir þrjár vinsælustu ...
Veglegir pakkar frá Meguiar's eru í verðlaun fyrir þrjár vinsælustu ljósmyndir hvers mánaðar.mbl.is