BMW 1-serían bíll ársins

BMW 1-serían.
BMW 1-serían.

Víða er það til siðs að útnefna bíl til viðurkenningarinnar notaði bíll ársins. Það gera til dæmis frændur okkar Danir og hafa gert frá 2006.

Þeirra niðurstaða er að BMW 1-serían af árgerðunum 2012 til 2015 sé bíll ársins 2018. Hlaut hann 190 stig dómnefndarmanna. Í öðru sæti í lokaslagnum hlaut Volkswagen Golf 155 stig,  Ford Focus 125 stig, Citroën Cactus 25 stig og Nissan Qashqai 15 stig.

Við útnefninguna 2006 varð fyrsta kynslóð Skoda Fabia hlutskörpust. Í millitíðinni hefur titillinn fallið í skaut meðal annars Ford Mondeo, Honda Civic, Mazda 6 og Mercedes-Benz C-Klass.

Um hálf milljón notaðra bíla skiptir um eigendur ár hvert í Danmörku.

mbl.is