Mercedes boðar seríu hreinna rafbíla

Mercedes-Benz ætlar að hefja framleiðslu á seríu hreinna rafbíla sem nefndir verða Mercedes EQ. Árið 2022 verða 10 mismunandi rafbílamódel komin á götuna samkvæmt áformum fyrirtækisins, segir framkvæmdastjóri móðurfélagsins Daimler, Dieter Zetsche.

Mercedes hafði áður ætlað að fjárfesta í rafbílasmíðinni fyrir 10 milljarða evra en Zetsche segir að meiru fé hafi varið í þessu skyni.

Fyrsti hreini rafbíll Mercedes í nýju seríunni verður fjórhjóladrifinn jepplingur að nafni  EQC 400 4Matic, sem áður hefur verið kynntur. Er hann svar þýska bílrisans við I-Pace rafjeppa Jaguar og e-Tron rafjepplingi Audi, sem kynntur ferður fullbúinn síðar í september í San Francisco.

Mercedes EQC 400 rafbíllinn er á þróunarstigi og er vætanlegur ...
Mercedes EQC 400 rafbíllinn er á þróunarstigi og er vætanlegur á götuna 2020. Mikið er lagt upp úr ytri hönnun á þróunarbílnum.Mercedes-Benz EQC mun einnig fá samkeppni frá hinum væntanlega iX3 rafjeppa BMW, Taycan frá Porsche og Model X jeppanum frá Tesla. Flestir þeirra munu kosta kringum 70.000 dollara í Bandaríkjunum.   

Mikið er upp úr hönnuninni lagt en vera má að EQC 400-bíllinn eigi eftir að taka breytingum - enda um þróunarbíl að ræða - fram að þeim tíma sem hann fer í fjöldaframleiðslu árið 2020.

Mercedes-Benz EQC 400 verður búinn 80 kílóvattstunda rafgeymi og tveimur rafmótorum sem skila munu allt að 402 hestöflum niður til hjólanna fjögurra. Topphraði  er áætlaður 180 km/klst og hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið 4,9 sekúndur.

Vinnuaðstaða ökumans Mercedes EQC 400 er ekki amaleg.
Vinnuaðstaða ökumans Mercedes EQC 400 er ekki amaleg.Í Evrópuútgáfunni verður drægi EQC 400 um 450 kílómetrar, að því er fram kemur í 52 síðna fréttatilkynningu sem Mercedes-Benz sendi frá sér í dag. Taka mun um 40 mínútur við 110 kílóvatta hleðslustaur að hlaða geyminn að 80% hleðslu.  

Mercedes EQC 400 rafbíllinn er á þróunarstigi og er vætanlegur ...
Mercedes EQC 400 rafbíllinn er á þróunarstigi og er vætanlegur á götuna 2020. Óhætt er að segja að útlitið er kröftugt.
Aðeins tekur um 40 mínútur að hlaða tóman geymir í ...
Aðeins tekur um 40 mínútur að hlaða tóman geymir í 80%.
Aðeins tekur um 40 mínútur að hlaða tóman geymir í ...
Aðeins tekur um 40 mínútur að hlaða tóman geymir í 80%.
Mercedes-Benz EQC 400 kemur á götuna 2020. Hann verður fyrstur ...
Mercedes-Benz EQC 400 kemur á götuna 2020. Hann verður fyrstur í 10 módela rafbílaseríu sem Mercedes er með á teikniborðinu.

mbl.is