Sýna enn glæsilegri Mazda CX-3

Brimborg frumsýnir á laugardag, 15. sepTember klukkan 12 til 16, nýjan og enn glæsilegri en áður Mazda CX-3. Verður bíllinn samtímis sýndur í Reykjavík og á Akureyri.

Mazda CX-3 hefur verið endurhannaður að utan sem innan og bíllin er búinn næstu kynslóð af tæknibúnaði Hann fæst ýmist á 16 eða 18 tommu álfelgum, er með uppfærðu grilli, nýju sætisáklæði og armpúða  svo eitthvað sé nefnt. Sætisstaða er há og gott útsýni fyrir ökumann og farþega.

Við hönnun bílsins var mikil áhersla lögð á gott efnisval í innréttingum ásamt þægindum og notagildi fyrir ökumann og farþega bílsins. „Að upplifa sig öruggan er hluti af akstursánægju. Með háþróaðri i-Activsense árekstrarvarnartækni Mazda eykst öryggi margfalt. Háþróaðir skynjarar, leiser-  og radartækni aðstoða ökumanninn við að afstýra alvarlegum slysum,   meðal annars með aðstoð blindpunkts- og veglínuskynjunar,“ segir í  tilkynningu.
 
Þar segir ennfremur: „Mazda CX-3 er útbúinn G-Vectoring akstursstjórn sem er afar fullkomið kerfi sem hannað var í anda fornrar japanskrar hugmyndafræði, Jinba Ittai. Kerfið skynjar fyrirætlanir ökumannsins eins og hesturinn skynjar knapann. Kerfi bílsins undirbúa hann fyrir akstur inn í og út úr beygjum með því að flytja þyngdarpunkt og breyta afli eftir aðstæðum. Niðurstaðan er frábær gæði í hverri ökuferð, sterkt grip og einstök akstursupplifun fyrir ökumann og farþega.“

mbl.is