Myndavél í stað spegla

Þegar nýr Lexus ES kemur fram á sjónarsviðið í næsta mánuði hefur Lexus endanlega fallið frá notkun hliðarspegla.

Í staðinn verða þar myndavélar sem tengd verður skjá á hurðarbitunum. Slíkur frágangur hefur verið löglegur á annað ár í Evrópusambandslöndunum. Enginn bílaframleiðandi hefur þó nýtt sér það, en Lexus ríður á vaðið.

Móðurfélag Lexus, Toyota, talar um heimsnýjung. Það er eflaust rétt um fólksbíla en  flutningabíllinn Actros frá Mercedes með myndavélum í stað spegla verður frumsýndur á atvinnubílasýningunni sem hefst í dag í Hannover í Þýskalandi og stendur yfir í viku.

mbl.is