Kona fer í kappakstur

Porsche Roadshow akstursæfingadagur var haldinn á Kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni fyrir skemmstu. Þar gafst tilvonandi Porsche-eigendum og öðrum áhugamönnum um hraðskreiðar glæsikerrur tækifæri til að prufukeyra nýjustu bíla framleiðandans þar sem þeir eiga heima - á kappakstursbraut.

Viðburðurinn er haldinn árlega víða um heim, og voru fimm Porsche-bílar fluttir sérstaklega inn til landsins af þessu tilefni: 718 Cayman GTS, 718 Boxster GTS, 911 Targa GTS, og jepplingarnir Cayenne S og Cayenne Turbo.

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, útvarpskona á K100 og ökuþór, fór á staðinn á vegum Bílablaðs Morgunblaðsins og tók þátt í herlegheitunum.

mbl.is