Frumsýna nýjan og gjörbreyttan Jimny

Nýr Suzuki Jimny er gjörbreyttur miðað við forverann. Hann verður …
Nýr Suzuki Jimny er gjörbreyttur miðað við forverann. Hann verður frumsýndur hjá Suzuki bílum á laugardag, 6. október.

Suzuki bílar hf. frumsýna nýjan og gjörbreyttan Jimny næstkomandi laugardag, 6. október frá kl. 12-17 í húsakynnum sínum í Skeifunni 17.

Um er að ræða fulltrúa fjórðu kynslóðarinnar af Jimny. Er hann gjörbreyttum frá forvera sínum, með nýja 1,5 lítra vél og býr yfir miklu togi á breiðu snúningssviði sem skilar sér í mikilli afkastagetu í akstri í vegleysum. Grindin er sterkbyggð, veghæðin rífleg og heilar hásingar með gormafjöðrun. Er hann með drif á öllum fjórum hjólum bæði með háu og lágu drifi, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Jimny lagar sig að öllum aðstæðum þegar á þarf að halda. Þegar færið er þungt er gott að geta skipt í lága drifið, 4L, sem hámarkar snúningsvægið og drifgetuna. Á sléttum torfæruslóðum og snjóþöktum vegum er skipt yfir í 4H þar sem kostir fjórhjóladrifsins nýtast í hraðari akstri. Þegar leiðin liggur aftur um bundið slitlag er skipt yfir í 2H (afturhjóladrif) sem býður upp á þýðari, hljóðlátari og sparneytnari akstur. Jafnt á vegum sem vegleysum sér Allgrip Pro-kerfið  fyrir fullkominni stýringu á aksturseiginleikum,“ segir þar ennfremur.

Stjórnun á hljómkerfi og leiðsögukerfi fer fram á 7 tommu innrauðum snertiskjá.
Snjallsímatengingar virka með Bluetooth, Apple CarPlay, Android Auto og Mirrorlink.

Í tilkynningu Suzuki bíla segir að Jimny sé mjög öruggur í akstri. Meðal staðalbúnaður jeppans sé stöðugleikakerfi, svigakstursvari, akreinavari, umferðarmerkjavari og hágeislavari. Búi bíllinn yfir ríkulegu rými og hagnýtu geymsluplássi sem nýtist hvort sem leiðin liggur um borgina eða fáfarna slóða í óbyggðum.

Meðan á frumsýningunni stendur verða léttar veitingar í boði.

mbl.is