Kvartmíluklúbburinn sýnir tryllitæki

Öflugur bíll á góðu beygjuskriði í Kapelluhrauni.
Öflugur bíll á góðu beygjuskriði í Kapelluhrauni.

Kvartmíluklúbburinn heldur tryllitækjasýningu nk. laugardag og sunnudag í Brim húsinu við Reykjavíkurhöfn.

„Alls um 60 tryllitæki verða til sýnis. Hér er um að ræða marga mjög flotta og kraftmikla bíla sem sjást alla jafna ekki á götunum. Allir þessara bíla eru með mjög öflugt vopnabúr undir húddinu og má búast mörg þúsund hestöfl séu þarna samanlagt á sýningunni. Hún verður opin frá klukkan 11-18 báða dagana. Aðgangseyrir er 1500 kr.,“ segir í tilkynningu.

Kvartmíluklúbburinn var stofnaður 6. júlí 1975. Síðustu ár hefur verið mikil uppbygging á akstursíþróttasvæði klúbbsins í Kapelluhrauni í Hafnarfirði og hann styrkst og eflst samhliða því. Búið er að stækka kvartmílubrautina, gera svæðið fjölbreyttara og enn frekari uppbygging er framundan í Kapelluhrauni í Hafnarfirði.

mbl.is