Dacia Logan léttasti smærri dísilbíllinn

Dacia Logan er léttasti smærri dísilbíllinn.
Dacia Logan er léttasti smærri dísilbíllinn. mbl.is/Dacia

Eigin þyngd bíla hefur áhrif á afkastagetu þeirra, eldsneytisnotkun og rásfestu þeirra. Þyngdin getur því verið til vansa.

Vegna þessara þátta tóku rannsóknarmenn franska bílaritsins Auto Plus sig til og þyngdarmældu 30 smærri dísilbíla með 120 hestafla vél að hámarki.

Bílaframleiðendur hafa varið svo milljörðum króna skiptir í að finna aðferðir og efni til að bílar komi léttari af vigtinni. Má þar nefna nýja undirvagna, hátæknileg smíðaefni og minni vélar.

Því færri sem kílóin eru þeim mun sparneytnari eru bílarnir og þeim mun minna menga þeir. Afkastagetan batnar og stöðugleikinn á vegunum verður skilvirkari.

En „megrunarviðleitnin“ gæti leitt til vítahrings því eftir því sem kílóunum fækkar verður þörfin fyrir stærri vélar minni. Því myndu þær minnka, bremsukerfið yrði lítilfjörlegra og dekkin stærðinni minni.

Nýrri bílar koma ágætlega frá vigtuninni, svo sem Seat Leon og Peugeot 308 sem eru undir 1.300 kílóum að þyngd í vissum útfærslum. Eldri bílar reka flestir lestina, t.d. er Ford Focus í 21. sæti, Alfa Giulietta í 28. og Volvo V40 í þrítugasta og neðsta sæti.

Langbest koma frá vigtuninni lággjaldabílar og afar viðráðanlegir bílar, sem eru byggðir upp af einföldum undirvagni, skarta fábrotnari búnaði, eru minna skreyttir og minna einangraðir. Allt með þeirri niðurstöðu að Dacia Logan-bílar eru í tveimur efstu sætum og Citroën E-Elysee í því þriðja en þessir þrír vógu allir undir 1200 kílóum. Útkoma Skoda Rapid, í fjórða sæti, er einnig lofsverður.

agas@mbl.is

Ágúst Ásgeirsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: