Audi e-tron fær góðar viðtökur

Frumsýning Audi e-tron vakti mikla athygli. Viðbrögð Audi-unnenda á Íslandi …
Frumsýning Audi e-tron vakti mikla athygli. Viðbrögð Audi-unnenda á Íslandi létu ekki á sér standa.

Árni Þorsteinsson segir óhætt að fullyrða að nýi rafmagnsbíllin frá Audi, e-tron, hafi snert einhvern streng í hjörtum íslenskra kaupenda. „Sama dag og bíllinn var frumsýndur í San Francisco, um miðjan september, hófum við forsölu á heimasíðu Heklu og fyrstu vikuna höfðu borist pantanir í 25 bíla. Síðast þegar ég athugaði vorum við komin yfir 30 pantanir.“

Árni er vörumerkjastjóri Audi á Íslandi og segir hann þennan mikla áhuga á rafvæddum Audi-sportjeppa til marks um breyttar áherslur hjá kaupendum: „Þegar fyrsti VW Golf-rafmagnsbíllinn fór í sölu á sínum tíma þurfti að hafa meira fyrir því að selja bílana. Fólk kom í búðina, prófaði, og uppgötvaði hvað þessir bílar höfðu fram að færa og þeir seldust – en samt ekki áreynslulaust og eftirspurnin jókst hægum skrefum. Núna virðist markaðurinn orðinn þroskaðri, neytendur búnir að átta sig á öllum kostum rafmagnsbíla og tilbúnir að kaupa veglegan rafmagns-sportjeppa óséðan og nánast óverðlagðan,“ segir Árni og bætir við að áætlað grunnverð e-tron verði á bilinu 8,2 til 8,3 milljónir og fyrstu bílarnir væntanlegir frá framleiðanda á fyrsta ársfjórðungi 2019.

Árni Þorsteinsson segir yfir 30 pantanir hafa borist fyrsta mánuðinn.
Árni Þorsteinsson segir yfir 30 pantanir hafa borist fyrsta mánuðinn.

Hentar þörfum Íslendinga

Að sögn Árna verður líka að skrifa góðu viðtökurnar á að Audi e-tron er rafmagnsbíll sem virðist sniðinn að íslenskum aðstæðum. „Hér er kominn 100% rafmagnaður fjórhjóladrifinn sportjeppi með drægni yfir 400 km samkvæmt nýjum og strangari stöðlum en yfir 525 km drægi samkvæmt eldri viðmiðum. E-tron er einnig með góða hraðhleðslumöguleika; í 22 kW heimahleðslustöð tekur um 5 klst. að fullhlaða rafhlöðurnar og á 150 kW hleðslustöð myndi taka um 20 mínútur að ná 80% hleðslu,“ útskýrir Árni. „Útlit bílsins fellur í kramið hjá þeim sem kunna að meta klassískt hönnunarmál Audi og vilja aka á bíl sem er ekki allt of framúrstefnulegur að sjá.“

Bætir Árni við að e-tron sé ríkulega útbúinn og Audi hafi hvergi slegið af þægindum og gæðum og er t.d. hæðarstillanleg loftpúðafjöðrun staðalbúnaður. „Þá verða þessir bílar seldir með 5 ára ábyrgð, og samtals 8 ára ábyrgð á rafhlöðunum, og munu kaupendur geta gengið að þjónustu vísri hjá umboðsaðilum Heklu um land allt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: