Jimny vann Good Design gullið

Suzuki Jimny stóð uppi sem sigurvegari í Good Design 2018 sem eru hönnunarverðlaun ráðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála í Japan  og Hönnunarstofnun Japans veitir.

Good Design eru ein virtustu hönnunarverðlaun Japans og eru þau veitt
þeirri hönnun sem þykir skara fram úr, en í ár voru tilnefningar til þeirra um eitthundrað.

Nýr Jimny kom á markað í splunkunýrri gerð í júlí síðastliðnum í Japan eftir að hafa verið óbreyttur í 20 ár.

„Hönnunin byggist á fegurðinni í einfaldleikanum og áherslu á mikið notagildi. Yfirbyggingin er kassalega sem auðveldar ökumanni að átta sig á staðsetningu og aðstæðum bílsins. Þetta stuðlar að aukinni akstursgetu í óbyggðum.

Hönnunin stuðlar að mikilli hagkvæmni og notagildi hvað varðar hleðslu
og akstur í þrengslum. Litanotkun jafnt í innanrými sem á yfirbyggingu er lífleg. Suzuki mun áfram leggja áherslu á afburða hönnun og bjóða fram hágæðavöru sem höfðar til kaupenda,“ segir í tilkynningu.

Í umsögn dómnefndar verðlaunanna segir, að Jimny hafi náð óskoraðri sérstöðu á heimsmarkaði fyrir bíla þar sem kennir margra grasa. „Endurhönnun bílsins byggist á þeim grundvallarþáttum sem gera Jimny að því notadrjúga ökutæki sem hann er og er okkur mjög að skapi. Í nýjustu kynslóð bílsins hefur tekist að töfra fram fágaða útlitshönnun en halda um leið í þá góðu útlitsþætti sem einkenndu fyrri gerðir.“

mbl.is