Lexus besta bílmerkið

Lúxusjeppinn Lexus GX.
Lúxusjeppinn Lexus GX.

Lexus, lúxusmerki Toyota, er besta bílmerkið samkvæmt nýrri úttekt tímarits bandarísku neytendasamtakanna, Consumer Reports. Í öðru sæti varð svo móðurfélag toppmerkisins, Toyota.

Um árabil hafa japönsk bílamódel haft á sér það orð að vera mun bilanafærri en bílar frá öðrum löndum. Suður-kóreskir bílar á borð við Hyundai og Kia hafa sótt í sig veðrið og vakið athygli fyrir gæði.   

Bandarískir og evrópskir bílsmiðir leggja sig einnig fram um að gera sína bíla sem mest bilanafría. Skiptir það ekki síst miklu í seinni tíð með tilkomu dýrari og dýrari flókins tæknibúnaðar sem kostnaðarsamt er að gera við.

Lúxusjeppinn Lexus GX.
Lúxusjeppinn Lexus GX.


Gæðakönnun Consumer Reports er einhver sú umfangsmesta sem fram fer í heiminum ár hvert. Tilgangur hennar er meðal annars sá að draga fram raunsanna mynd af því hvaða bílar bila síst og hverjir oftast.

Úttektin í ár byggir á upplýsingum um rúmlega hálfa milljón bíla. Skoðuð eru 17 mismunandi atriði, allt frá gjöktandi mælaborðum til svikulla gírkassa. Upplýsingum er safnað frá eigendum en síðan reynsluaka ökumenn Consumer Reports bílunum sjálfir.

Niðurstaða þeirra er að 10 bestu bílmerkin í ár séu þessi:

1. Lexus    78 stig af 100 mögulegum
2. Toyota    76 stig    
3. Mazda    69 stig
4. Subaru    65 stig
5. Kia        61 stig        
6. Infinity    61 stig
7. Audi    60 stig
8. BMW    58 stig
9. Mini    57 stig
9. Hyundai    57 stig

Áreiðanlegustu módel Lexus reyndust vera GX-bílarnir en IS-bílarnir minnst áreiðanlegir. Hjá Toyota var Prius C besti bíllinn en Tacoma sá brigðulasti. Hjá Mazda kom MX-5 Miata best út en CX-3 verst. Hjá Subaru var Crosstrek traustastur en WRX-bíllinn ótraustastur. Af Kia-bílum var Sedona best en Cadenza síst. Hjá lúxusmerki Nissan, Infiniti, kom Q60 best út en Q50 síst. Hjá Audi bilaði Q5 síst en A3 mest. Af bílum BMW kom i3 best út en X1 verst. Countryman var bestur MINI-bíla í ár en Cooper slakastir. Loks var Santa Fe XL áreiðanlegastur Hyundaibíla en Ioniq sístur í þeim efnum.  

Önnur úrslit árið áður

Lúxusjeppinn Lexus GX.
Lúxusjeppinn Lexus GX.


Gögnin sem liggja til grundvallar úrslitunum eru fyrir árið 2017. Í könnun í fyrra, þ.e. fyrir árið 2016, varð röð tíu efstu bílanna sem hér segir:

1. Toyota Prius

2. Lexus CTH 200h

3. Infinity Q70

4. Audi Q3

5. Lexus GX

6. Lexus GS

7. Mercedes- Benz GLC

8. Chevrolet Cruze

9. Audi Q7

10. Toyota 4Runner

mbl.is

Bloggað um fréttina