Flýta banni við akstri gamalla bíla

Ætlunin er að draga úr útblástursmengun bíla og bæta þar ...
Ætlunin er að draga úr útblástursmengun bíla og bæta þar með andrúmsloftið á Parísarsvæðinu. AFP

Gamlir dísil- og bensínbílar verða bannaðir á Stór-Parísarsvæðinu mun fyrr en áður hefur verið lagt til, eða frá og með næsta sumri, 2019.

Svæðisstjórnin Stór-Parísar ákvað í gærkvöldi að banna akstur bensínbíla sem skráðir voru fram til 31. desember 2000 og bensínbíla sem skráðir voru árið 1997 eða fyrr.

Bannið nær til aksturs innan við ytri hringvegarins um París (A86). Innan hans eru 79 bæjarfélög með samtals 5,61 milljón íbúa.

Ætlun héraðsstjórnarinnar er að herða smátt og smátt þumalskrúfu laganna þann veg að einungis raf- eða vetnisbílar aki á vegum Stór-Parísar frá og með 2030.

Dísilbílar skráðir árið 2000 og fyrr hafa verið útlægir úr miðborg Parísar frá í júlí 2017.

mbl.is