Piparkökuakstur hjá Toyota

Jólastemmning verður hjá Toyota á laugardag.
Jólastemmning verður hjá Toyota á laugardag.

Forskot verður tekið á jólastemmninguna hjá Toyota Kauptúni frá kl. 12 til 16 næstkomandi laugardag, 17. nóvember.

Á sýningunni verður Toyota RAV4 á sérstöku tilboði, aðrir bílar á góðum kjörum og ljúffengar piparkökur verða á boðstólum, samkvæmt upplýsingum frá bílaumboðinu.

Reynsluaksturshappdrætti verður í gangi og gestir geta tekið þátt í piparkökugetraun þar sem verðlaun eru 100.000 kr. gjafakort frá Smáralind og 100.000 kr. gjafabréf frá Kjötkompaníi.

mbl.is