Langförull rafbíll í geimnum

„Starman“ situr í bíl sínum í geimnum, með jörðina að …
„Starman“ situr í bíl sínum í geimnum, með jörðina að bakgrunni. AFP

Tesla Roadster rafbíl sem skotið var á braut um jörðu þann 6. febrúar síðastliðinn hafði í gær lagt að baki 306 milljónir kílómetra á ferð sinni um óravíddir geimsins.

Hinn rauði Roadster Elons Musk siglir á all verulega miklum meiri hraða í geimnum en á jörðu niðri. Sporöskjulaga sporbraut hans liggur framhjá sólu og tekur hver hringur um hana 557 daga.

Í þyngdarleysi geimsins æðir bíllinn áfram og fjarlægist jörðina um 14,18 kílómetra á hverri sekúndu, eða 51.044 kílómetra á klukkustund. Um miðjan dag í gær, sunnudag, hafði bíllinn lagt að baki 306,1 milljón kílómetra. Mun það samsvara því að bílnum hafi verið ekið 16 sinnum um alla bílvegi jarðarinnar.

„Starman“ sigur í bíl sínum í geimnum, rétt eftir að …
„Starman“ sigur í bíl sínum í geimnum, rétt eftir að vera sleppt frá SpaceX-geimfarinu. AFP


Undir stýri í bílnum er dúkkan „Starman“ klædd geimbúningi. og í lok  október renndi hann sér framhjá Mars. Í eyrum ferðalangsins dynur tónlist nánast viðstöðulaust. Hljóma þar tvö lög David Bowie, „Space Oddity“ sem náði miklum vinsældum og „Is there Life On Mars?“.

Mun Starman hafa hlustað 77.369 sinnum á fyrrnefnda lagið frá 6. febrúar sl. og 104.251 sinnum á lagið sem spyr um líf á mars. Engar skýringar liggja fyrir á því í hverju munurinn á fjölda spilana liggur.

„Starman“ sigur í bíl sínum í geimnum, rétt eftir að …
„Starman“ sigur í bíl sínum í geimnum, rétt eftir að vera sleppt frá SpaceX-geimfarinu. AFP


Af hálfu SpaceX-fyrirtækisins sem að baki geimfluginu stendur hefur til gamans og fróðleiks verið reiknað út hversu mikil skilvirkni eldsneyti Tesla-bílsins næmi miðað við að hann hefði ekið sömu vegalengd á jörðu niðri og brúkað jarðeldsneyti en ekki raforku. Gengið er út frá því að notkunin væri nú komin í 126.000 gallon eða sem nokkurn veginn svarar til 480 þúsund lítra. Er notkunin komin niður í sem svarar 1.298,3 kílómetrum á líter. Meðalnotkunin er þar af leiðandi 0,07703 lítrar af bensíni, að því er fram kemur á heimasíðu sem helguð er geimferð Tesla bílsins.

Þar kemur fram, að í febrúar næstkomandi nái bíllinn mestu fjarlægð sinni frá jörðu og muni þá sveigja aftur í átt til jarðarinnar og verða næst henni í nóvember 2020. Þá verður fjarlægð Roadstersins rafmagnaða frá jörðu 51 milljón kílómetrar.

Tesla Roadster geimbíllinn er á sporöskjulaga braut og fór framhjá …
Tesla Roadster geimbíllinn er á sporöskjulaga braut og fór framhjá mars í síðasta mánuði.


Tesla Roadster geimbíllinn var í persónulegri eigu og notkun Elons Musk. Hann var smíðaður árið 2008. Alls voru af bílnum smíðuð 2.400 eintök áður en framleiðslu hans var hætt. Grunnverðið var 98.000 dollarar. Mun Tesla Roadster vera fyrsti rafbíllinn sem náði meira en 320 kílómetra akstursdrægi.

Tesla Roadster geimbíllinn var áður í eigu forstjóra Tesla. Hann …
Tesla Roadster geimbíllinn var áður í eigu forstjóra Tesla. Hann er af árgerð 2008.
Starman líður um geiminn í bíl sínum, hlustandi á tónlist …
Starman líður um geiminn í bíl sínum, hlustandi á tónlist David Bowie.
mbl.is