Mona Lisa með bíladellu

Mona Lisa vakti athygli á alþjóðlegu bílasýningunni í París á …
Mona Lisa vakti athygli á alþjóðlegu bílasýningunni í París á torginu við Pompidou-safnið í París.

Mona Lisa mætti ekki á bílasýninguna í París í síðasta mánuði en var óspör á að láta aðdáun sína á sýningunni í ljós, eða öllu heldur þátttöku nýju 3-seríu BMW í henni.

Venjulega kemur það gestum Louvre-safnsins í París á óvart smæð málverks Leonardo af Monu Lisu. Innsetningin við Georges-Pompidou safnið fyrstu daga bílasýningarinnar var öllu umfangsmeiri.

Myndin af henni þar og verkið var upp á heila 75 rúmmetra. Um var að ræða flókið verk sem byggði meðal annars á stafrænni tækni. Talaði myndin til gesta og gangandi og þeir gátu átt samtal við Monu Lisu. Augu hennar fylgdu fólki eftir og hún hreyfði hendur kurteislega. Væri hún ávörpuð „Hey Mona Lisa“ vaknaði þessi 500 ára gamla silkikaupmannsfrú frá Flórens heldur betur til lífsins. Í ljós kom að hún var fljúgandi fær í frönsku, ensku og þýsku.

BMW varði fimm dögum í að reisa innsetningarverkið við Pompidou-safnið, en það vó 36 tonn Díóðuljósa myndflöturinn 10 metrar á hæð og alls 75 fermetrar. Ofan af myndinni horfði Mona Lisa sínu óræða augnaráði til mannfjöldans og þuldi öðru hverju úr sér lýsingu á snjallbílnum BMW PA sem væntanlegur er á markað í mars á næsta ári.

mbl.is