Skoda frumsýnir Scala

Frá frumsýningu Skoda Scala í Tel Aviv.
Frá frumsýningu Skoda Scala í Tel Aviv.

Skoda frumsýndi í liðinni viku hinn nýja bíl Scala sem er arftaki Rapid Spaceback. Hér er um að ræða nýtt vopn Skoda í bílastærðarflokki sem kenndur er við  VW Golf.

Er nafninu ætlað að skírskota til þess að bíllinn verði veglegri en Rapid og því ekki sérlega billegur. Þykir jafnvel líklegt að hann eigi eftir að ógna veldi Golf sem álitlegur kostur í þeim stærðarflokki vegna væntanlegs verðmunar á bílunum tveimur.

Scala er ætlað að reiða hátt til höggs en í flokknum hefur stallbróðirinn Golf notið mikillar forystu. Slík er bjartsýnin í herbúðum Skoda, að forstjórinn Bernhard Maier segist sannfærður um að Scala eigi eftir að skapa ný viðmið í flokki smábíla. 

Að tækni- og öryggisbúnaði tekur Scala forveranum Rapid fram og útlits- og innanrýmishönnunin er smekklegri. Í honum verður framúrstefnulegur búnaður, eins og sagt er,  sem sóttur er í miklu dýrari bíla Volkswagen-samsteypunnar. Hefur þó ekki verið útskýrt hver þessi nýstárlega tækni er.

Til að byrja með verður úr að velja þremur bensínvélum og einni dísil. Bensínvélarnar verða annars vegar þriggja strokka með eins líters slagrými, 95 eða 115 hesta, og svo 1,5 lítra vél sem býður upp á 115 hesta.

Dísilvélin er 1,6 lítra og fjögurra strokka og 115 hewtafla. Í framtíðinni er fyrirhuguð útgáfa af Scala er brennir gasi.

Scala er fyrsti bíllinn sem mótaður er út úr  Vision RS hugmyndabílnum. Hann er byggður upp af MQB A0 undirvagninum. Hann er 11 sentímetrum lengri en Golf, eða 4,36 metrar, og tveimur sentímetrum hærri. Þá er hjólhafið líka tveimur sentímetrum lengra eða 2,65 m. Á grundvelli þessa alls býðst mun stærra farangursrými í Scala. 

Áætlanir miða við að Skoda Scala komi á götuna á næsta ár, 2019.

Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
Hinn nýi bíll Skoda, Scala.
mbl.is