Öruggastir í sínum flokki

Hinn nýi Mercedes-Benz A-Class.
Hinn nýi Mercedes-Benz A-Class.

Öryggisstofnunin EuroNCAP hefur nú gefið út hvaða bílar reyndust öruggastir hver í sínum flokki við prófanir stofnunarinnar í ár.

Þrír bílar geta státað sig af því að vera öruggastir í viðkomandi flokkum.

Mercedes-Benz A-Klasse stóð sig ekki aðeins best í flokknum „litlir fjölskyldubílar“ því hann hlaut einnig bestu öryggiseinkunn allra prófaðra bíla á árinu.

Lexus ES trónir á toppnum í flokknum „stórir fjölskyldubílar“ og í flokki „stórra jeppa“ varð vetnisbíllinn Hyundai Nexo hlutskarpastur.

Lexus ES hlaut einnig viðurkenningu EuroNCAP  sem öruggasti tvinn- eða rafbíllinn.

Hert var á kröfum stofnunarinnar fyrir árið í ár og segir Michiel van Ratingen augljóst að bílaframleiðendur leggi sig alla fram um að komast sem best frá prófunum EuroNCAP.

mbl.is