Óvenjulegir bílatollar

Ford Transit Connect var kynntur fyrst árið 2002.
Ford Transit Connect var kynntur fyrst árið 2002. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er fyrirgefanlegt að öllu að ruglast í ríminu yfir bandarískum bílatollum. Undarlegir tollar á farartækjum eru þó tæpast sérbandarískt fyrirbæri.

En flækjustig tollanna er athyglisvert, alla vega tollar á sendibíla. Í Bandaríkjunum eru 25% tollar á sendibíla. Því er það svo þegar Ford sendir Transit Connect úr bílsmiðjunni í Englandi vestur um haf þá eru í þeim sæti, eins og þeir séu ætlaðir til fólksflutninga en ekki vöruflutninga.

Á bílnum þannig búnum er aðeins tekinn af þeim2,5% tollur. Stuttu eftir vesturkomuna eru sætin rifin úr og innréttingin löguð að nýju hlutverki sem hreinir vörubílar. Af hálfu bandarísku tollstjórnarinnar hefur Ford með krókaleiðinni framhjá háu tollunum sparað sér 250 milljónir dollara frá í ársbyrjun 2002.

mbl.is

Bloggað um fréttina