Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport kynntur til leiks

Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport

Margra nýjunga er að vænta úr herbúðum Porsche á árinu og verðu það því tíðindasamt, að sögn Gísla Jenssonar hjá Bílabúð Benna. 

Fyrsti bíllinn sem umboðið kynnir í ár er Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport. Eitthvað er þó í að bíllinn verði kynntur hér á landi, að sögn Gísla, en með tilkomu hringaksturbrautar Kvartmíluklúbbsins og sífelldrar stækkunar hennar og betrumbóta er það ekki óhuugsandi.

Hér er um að ræða arftaka fyrstu útgáfu Cayman GT4 Clubsport sem leit dagsins ljós fyrir þremur árum. Þó hann byggi á sama grunni og áður hefur þróun hans tekið vissum stakkaskiptum. Bíllinn er byggður á sama hátt og áður, það er keppnisbíll með miðjusetta vél, nokkuð nálægt bílum ætluðum á almennan markað. Hinsvegar eru nú fáanlegar tvær útgáfur bílsins: „Trackday“ útgáfa ætluð metnaðarfullum leikmönnum í kappakstri sem og „Competition“ útgáfa sem ætluð er til að etja kappi á kappakstursbrautum heima og heiman.

Við þróun 718 Cayman GT4 Clubsport var ekki einvörðungu einblínt á hraðari aksturstíma og uppsetningu bílsins til brautaraksturs, heldur var einnig horft mikið til uppruna og endurnýtanleika þeirra hráefna sem í smíðina fóru.

718 GT4 Clubsport er knúinn 3,8 lítra flatri sex strokka og 425 hestafla vél, en það er aukning um 40 hestöfl frá fyrri útgáfu bílsins. Aflinu er skilað í afturhjólin með hjálp sex gíra tvíkúplingar, PDK, og læsingu afturdrifs. Fjöðrunarbúnaður að framan er fenginn að láni frá stóra bróður eða 911 GT3 Cup bílnum og bremsudiskarnir eru 380 millimetra. Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport er í fjaðurvigt ef svo má segja, vigtar einungis 1.320 kílógrömm með veltibúri, keppnis stólum og sex punkta öryggisbelti.

„Trackday“ útgáfunni er beint að leikmönnum í kappakstursakstri með þáttöku í minni aksturskeppnum meðan „Competition“ útgáfunni er beint að reyndari ökumönnum með þáttöku í stærri keppnum fyrir augum enda bíllinn og útgerð hans töluvert dýrari.

Báðar útgáfur er hægt að panta nú þegar og mun afhendast heppnum keppnisliðum og ökumönnum þeirra frá febrúarmánuði komandi.

Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
Porsche 718 Cayman GT4 Clubsport
mbl.is